Genís eflir stjórnendahópinn

Genís hefur ráðið tvo reynda stjórnendur til starfa. Stephen DiBiasio tekur við rekstrar- og markaðsmálum fyrirtækisins og kemur frá Kerecis, en Mike Beaudry tekur við sölu- og markaðsmálum Benecta í Bandaríkjunum.

Reynslumiklir stjórnendur Genís eflir stjórnendahópinn

Stephen DiBiasio hefur yfir 30 ára reynslu á sviði lækningatækja og lífvísinda. Hann tók þátt í að byggja upp Kerecis, sem síðar var selt til Coloplast fyrir 1,3 milljarða bandaríkjadala.

Mike Beaudry hefur einnig yfir 30 ára reynslu af leiðtogastörfum og uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja. Hann stofnaði HERBL og byggði það upp í eitt stærsta dreifingarfyrirtæki kannabisvara í Bandaríkjunum, með tekjur nálægt 300 milljónum dala á innan við þremur árum.

Áhersla á Bandaríkjamarkað

Sesselja Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri Genís, segir í samtali við Morgunblaðið að ráðningarnar marki tímamót í starfseminni og styrki markaðssókn fyrirtækisins í Bandaríkjum.

Hún segir að umfangsmikil reynsla beggja stjórnenda í alþjóðlegri uppbyggingu, vexti og rekstri sé mikilvæg fyrir næsta þróunaráfanga Genís.

Mynd/aðsend