- 500-600 g blandað hakk eða nautahakk
- 200 g beikonkurl
- 1 savoykálhaus
- 3 dl rjómi (½ dl fer í buffin og 2½ dl í sósuna)
- 1 egg
- 1 epli (ég notaði gult)
- 1 hvítlauksrif
- 1 tsk þurrkað timjan
- 1 msk dijon sinnep
- salt og pipar
Hitið ofn í 225°. Blandið nautahakki, eggi, rjóma, dijonsinnepi, salti, pipar, pressuðu hvítlauksrifi og timjan saman. Smyrjið eldfast mót með smjöri. Mótið buff úr hakkblöndunni og raðið þeim í eldfasta mótið. Setjið í ofn í 15-20 mínútur. Takið úr ofninum og skerið í eitt buffið til að tryggja að þau séu fullelduð.
Steikið beikon í rúmgóðum potti. Skerið savoykálið (um 8 kálblöð, ekki nota grófustu blöðin) í strimla og bætið í pottinn með beikoninu. Steikið áfram í smá stund og stráið síðan smá hveiti yfir áður en 2,5 dl af rjóma er hellt yfir. Ef blandan verður of þykk þá er hún þynnt með smá vatni. Skerið eplið í teninga og bætið í. Saltið og piprið eftir smekk (athugið að fara varlega í saltið út af beikoninu). Látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til kálið er orðið mjúkt.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit