Á hafnarsvæðinu á Ólafsfirði er nokkurt magn af munaðarlausum fiskikörum á víð og dreif um svæðið.

Nú líður að vetri og kominn tími til þess að eigendur þessara fiskikara komi þeim í var svo ekki sé hætta á að þau fjúki til með tilheyrandi tjóni eða slysum. Í leiðinni fegrar það ásýnd hafnarsvæðisins þegar þau eru fjarlægð.

Verði þau ekki fjarlægð nú þegar áskilur Fjallabyggð sér rétt á að fjarlægja þau á kostnað eiganda.

Mynd/Fjallabyggð