Omotrack verður með pop-up tónleika í Kirkjuhvammi í kvöld, en Kirkjuhvammur er einn af fimm viðkomustöðum hljómsveitarinnar á ferð þeirra um Ísland í ágúst. Hljómsveitin samanstendur í megindráttum af tveimur bræðrum, Markúsi og Birki, en þeir bættu síðar við sig fjórum blástursleikurum. Bræðurnir ólust upp í þorpinu Omo Rate í Eþíópíu og dregur hljómsveitin nafn sitt af því þorpi.

Tónleikarnir verða utandyra og hér er norðan”blíða” í augnablikinu. Það væri því góð hugmynd að taka með sér teppi og kannski eitthvað heitt í brúsa. Ókeypis aðgangur, svo það væri helber vitleysa að missa af þessu.

Frétt: Menningarfélag Húnaþings vestra