“Útvarpsþátturinn Tónlistarmaður mánaðarins hóf göngu sína á Útvarpi Trölla FM 103,7 í júní 2015. Trölli næst víða í Eyjafirði og á netinu um allan heim á trölli.is Umsjónarmaður þáttarins er Þórarinn Hannesson.
Sá sem fékk heiðurinn af því að verða fyrsti tónlistarmaður mánaðarins er kappi að nafni Albert Hammond. Tónlistarmaður sem of fáir þekkja en margir þekkja lögin hans og þau hafa hljómað á vinsældalistum víða um heim allt frá árinu 1970 og til okkar tíma.”
Svona leit fyrsta færslan út sem umsjónarmaðurinn Þórarinn Hannesson ritaði þegar TMM hóf göngu sína hér á FM Trölla.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og tónlistarmennirnir orðnir æði margir, sem fjallað hefur verið um í þættinum.
Nánar má fræðast um þáttinn og tónlistarmennina á Facebook síðu þáttarins.