Tónlistin, þáttur númer 48, verður sendur út úr studio III í Noregi í dag.
Í þættinum í dag verða leikin ný lög og eitt gamalt. Það gamla er alveg síðan 1983.
Sem fyrr er það Palli litli sem stjórnar þættinum og mun hann tala óvenju mikið í þættinum í dag.
Flytjendur sem koma fram í þættinum eru til dæmis Howard Jones, Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann, Mezzoforte, Will Young, Stjórnin, Gram-Of-Fun og fleiri.
Myndin er af gusbrunni og er tekin í bænum Skien í Telemarkfylki í Noregi. En þar, hreinlega úti undir berum himni er hægt að hlusta á FM Trölla á síðunni https://trolli.is/
Ekki gleyma að hlusta á þáttinn klukkan 15 í dag á FM Trölla 103.7
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is