Í dag verður spiluð ný tónlist, eins og svo oft áður í þessum þáttum.

Stjórnandi þáttarins er reyndar ekki með í dag en fær staðgengil til að stjórna og senda út þáttinn.
Staðgengill þessi gætum við kallað “Frú Gúggull Transleit” og ætlar hún að gera sitt besta til að þátturinn spilist vel og fallega til hlustenda.

Ástæða þess að staðgengill sendir út þáttin er sú að loksins fékk Palli litli Covid, sem gerði vart við sig föstudaginn 18. mars.

En eftir viku verður hann að öllum líkindum kominn aftur og þá verður nú gaman.

Elías Katti er vissulega uppi í tré á myndinni, en er nú kominn niður því hann ætlar ekki að missa af þættinum.

Hlustið á þáttinn Tónlistin á sunnudögum klukkan 15 til 16.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is