FM Trölli er útvarpsstöð Fiskidagsins mikla á Dalvík. Og í dag verður þátturinn Tónlistin á dagskrá FM Trölla frá klukkan 13:00 til 14:00.

Allmörg vídeó og komment hefur undirritaður séð á samfélagsmiðlum þennan sunnudagsmorguninn. Þó mest frá Fiskideginum mikla á Dalvík. Og allra mest frá Fiskidagstónleikunum sem haldnir voru í gær.

Þessi mynd fangar stemninguna nokkuð vel hvar hljóðmeistari matar áhorfendur gullnum tónum og töktum af stóru sviði tónleikanna.

Mynd: Kristin Magnea Sigurjónsdóttir

Í þættinum í dag verða auðvitað spiluð ný lög, notuð lög í nýjum búningi og gömul lög. Allt í bland svo að segja.

Þessir koma fram í þættinum:
Sváfnir, Hlynur Snær, Foo Fighters, Dúettinn bóndi og kerling, Dua Lipa, GDRN, Sermx, When in Rome, Daniil og Lil Binni, Bambay Bicycle CLub, Hipsumhaps, Bash!, Soffia, Drengurinn Fengurinn, Greta van Fleet og Friðrik Ómar.

Missið ekki af þættinum sem verður sendur út í beinni útsendingu frá Studio III í Noregi.
Þess má geta að þátturinn verður í beinni myndútsendingu á síðunni twitch.tv/fmtrolli

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, og á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.