Þátturinn verður með hefðbundnu sniðið. Þar er átt við að ný og nýleg lög verða spiluð en einnig heyrast einhver eldri lög.
Meðal þeirra sem við heyrum í í dag eru:
- Á móti sól
- Albatross
- Friðrik Dór
- Anna of the north
- Albina
- Claptone, Pet shop boys og Dizzy
- Brink og Nano
- Lionheart
- Incubus
- Sycamore tree
Þátturinn er sendur út úr studio III í Noregi og það er Palli litli (stundum kallaður Siggi dvergur) sem stjórnar þættinum.
Ekki gleyma að hlusta á þáttinn klukkan 15 í dag strax á eftir þættinum Tíu dropar á FM Trölla 103,7 og á trölli.is
Þeir sem hafa hægvirka nettengingu geta hlustað á svefíðunni skip.trolli.is
Kötturinn Elías Katti, sem er þarna á myndinni ætlar að hlusta. Hann er ákveðinn í því.