Tónlistarmaðurinn Weekendson, sem heitir réttu nafni Jón Þór Helgason, gaf út á föstudaginn var nýtt lag sem heitir The Trap.
Við vinnslu á laginu áttaði Jón Þór sig á því að þetta lag væri ekki ætlað honum að syngja, heldur að lagið væri ætlað Michael Sadler söngvara hljómsveitarinnar Saga. Jón hafði samband við umboðsmann Saga og sendi honum lagið, Michael fannst lagið flott sem varð til þess að þeir kláruðu lagið saman.
Sadler er ekki sá eini úr Saga sem tekur þátt í laginu því trommari Saga er með í því líka. Sá heitir Mike Thorne og tók upp trommur fyrir lagið með sinni frábæru spilamennsku. Mike Thorne hefur áður spilað inn trommur fyrir Jón Þór en það var fyrir lagið The Clown sem kom út í lok apríl á þessu ári.
Hér er hægt að hlusta á lagið á Spotify og hér er hægt að sjá vídeóið á YouTube.
Það eru spennandi tímar framundan hjá Weekendson því hann vinnur að fleiri lögum. Hugsanlegt er að Tónlistin nái símasambandi við Jón Þór í dag en hann er nú í litlu fríi í Noregi hjá bróður sínum.
En annars verða spiluð ný og notuð lög í þættinum eins og venjulega, en þó, engan veginn hægt að spá fyrir um hvert þessi þáttur fer og hvar hann endar.
Missið ekki af þættinum Tónlistin á FM Trölla klukkan 15 í dag á FM Trölla og trolli.is
Útsendingatíðni FM Trölla er FM 103.7 fyrir þá sem búa í Eyjafirði, í Ólafsfirði, á Siglufirði, í Skagafirði eða á Hvammstanga.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is
Einnig má finna upptökur af fyrri þáttum á Trölli.is/fm-trolli