“Komið þið sælir kæru hlustendur. Þetta er þátturinn Tónlistin og ég er kallaður Palli.”
Þannig byrjar þátturinn tónlistin oftast nær og í dag klukkan 13:00 fer þáttur númer 100 í loftið á FM Trölla.
Þann annan maí 2021 fékk Palli þessa flugu í kollinn að vera með útvarpsþátt sem spilar að mestu ný lög, íslensk og erlend. Þátturinn var í byrjun tveggja tíma langur en svo styttist hann niður í einn klukkutíma.
Palli reyndi að hafa þættina sem kynningarþætti til að byrja með, fékk ágætar viðtökur og meira að segja flottar kynningar höfunda og flytjenda á plötum og lögum þeirra. Nokkrir þeirra sendu mér hljóðskrár þar sem þeir sögðu frá tilurð laganna, einhverjir sendu texta með upplýsingar um tilurð laganna sem Palli las þá upp sjálfur í þættinum en í dag er þátturinn einn klukkutími og spilar hann þá tónlist sem honum finnst áhugaverð og oftast þá tónlist sem höfundar og útgefendur senda inn á stöðina.
Hafir þú lag eða plötu sem þú vilt koma á framfæri þá getur þú sent lagið, nú eða lögin og upplýsingar um verkefnið á netfangið trolli@trolli.is
Við undirbúning á þættinum.
Frá þáttum 35/40 til dagsins í dag hefur fyrsta lag þáttarins verið með íslenskum flytjanda eða flytjendum og textinn á íslenski.
Að meðaltali eru spiluð 14 lög í hverjum þætti. Hundrað þættir með nýrri Tónlist að mestu leiti og eitt og eitt notað lag inn á milli hafa verið spiluð í þessum þáttum svo Palli hefur frumflutt allmörg lög á þessari líka fínu útvarpsstöð FM Trölla.
Þátturinn í dag byrjar á fyrsta lagi fyrsta þáttar í maí 2021. Lagið er einnig notað sem kynningarstef í byrjun þáttar og í auglýsingar fyrir þáttinn.
Þetta er lag sem Magnús Ásgeir Elíasson bóndi á bænum Litlu Ásgeirsá samdi og gaf út á plötu ásamt 10 örðum lögum á sömu plötu.
Lagið heitir Stormur og er samið um óveðrið mikla sem gekk yfir norðurhluta Íslands í desember árið 2019.
Missið ekki af hundraðasta þættinum Tónlistin á FM Trölla klukkan 13:00 til 14:00 í dag.
Takk fyrir að hlusta.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.