Í dag fer fram fjölskylduhátíðin Trilludagur á Siglufirði. Þar má finna eitthvað við allra hæfi og er dagskráin eftirfarandi.
kl. 10:00 – 16:00 Frítt á sjóstöng fyrir alla fjölskylduna. Vesti og sjóstangir um borð.
Frítt á sjóstöng og útsýnissiglingu út á fjörðinn fagra fyrir alla fjölskylduna.
Veiðistangir og beita verða um borð. Allir koma í land með fisk á grillið.
Allir velkomnir að hafa með sína eigin veiðistöng.
kl. 10:00 – 16:00 Grill á hafnarsvæðinu.
Kiwanis menn á Siglufirði standa við götugrillið frá því fyrsta trilla leggur af stað þar til sú síðasta kemur í land.
Þegar komið er að landi er gert að aflanum af fagfólki og hann síðan grillaður. Gestir fá svo að smakka. Boðið er upp á salat með fisknum.
Kl. 10:00-16:00 Grill, fjör og tónlist á hafnarsvæðinu allan daginn
- Fjölskyldugrill; fiskur, pylsur og drykkur fyrir alla fjölskylduna
- Stúlli og Danni
- Tvíburarnir Þorvaldssynir
- Hoppukastali fyrir káta krakka
- Húlladúllan mætir með nýja sýningu sem hentar allri fjölskyldunni þar sem tvinnað verður saman sirkus og vísindum. Boðið upp á húlahringi og húlafjör fyrir alla krakka. www.hulladullan.is
- Síldargengið fer rúnt um bæinn á gamla vörubílnum endar svo við Roaldsbrakka þar sem slegið verður upp síldarsöltun og bryggjuballi eins og þeim einum er lagið.
Við klárum svo þennan frábæra fjölskyldudag með Trilluballi á bæjarbryggjunni þar sem Landabandið mun halda uppi Trilludagsstemningu fram eftir kvöldi.