Menntaskólanum á Tröllaskaga hefur verið lögð áhersla á að virkja sköpunargáfu nemenda, gera þá sjálfstæða og efla ábyrgð þeirra á eigin námi.
Hlutverk skólans er að vera valdeflandi fyrir nemendur og samfélag og rannsókn sýndi að skólalíkanið væri til þess fallið að stuðla að jöfnum möguleikum allra nemenda til náms.
Lára Stefánsdóttir, skólameistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari hafa ritað grein þar sem tilurð, þróun og helstu einkennum líkansins er lýst.
Greinin ber titilinn Tröllaskagamódelið: Nám og kennsla í Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Hún er birt í Skólaþráðum, tímariti samtaka áhugafólks um skólaþróun, til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni, prófessor sjötugum.
Mynd: Lára Stefánsdóttir. Klettar á Hellnum Snæfellsnesi.