Fyrir réttur ári síðan, eða 1. maí 2018 fór fréttavefurinn Trölli.is í loftið. Forsvarsmenn vefsins eru Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason.

Síðan er alhliða frétta-, upplýsinga- og auglýsingavefur fyrir svæðið frá Húnaþingi vestra og austur í utanverðan Eyjafjörð. Einnig tekur vefurinn við nafnlausum spurningum frá lesendum og reynir að fá svör við þeim.

Trölli.is notast við þjónustu Modernus á Íslandi, sem er samræmd vefmæling. Þar fást upplýsingar um fjölda lesenda fyrir hvern mánuð, og síðuflettingar.

Vefurinn fór nokkuð vel af stað, og var með 30.505 síðuflettingar fyrsta mánuðinn, en mest hafa þær orðið 66.147 á einum mánuði.

Síðuflettingar alls á þessu fyrsta ári eru 609.570.

Lesendafjöldi á einum mánuði fór mest í 17.959.

Undanfarna mánuði hafa síðuflettingar verið vel yfir 60.000 á mánuði, að jafnaði, og fer fjölgandi jafnt og þétt.

Allnokkur lesning er frá útlöndum og var hlustfallstala erlendrar notkunar í síðustu viku 16.9%.

Skrifaðar hafa verið 1.793 fréttir og greinar síðastliðið ár.

Gunnar Smári hefur rekið útvarpstöðina FM Trölla undanfarin níu ár, sem er með senda í Hrísey, sem sendir út í utanverðum Eyjafirði, Ólafsfirði, Siglufirði og Hvammstanga. Næst stefnir FM Trölli á að setja upp sendibúnað á Sauðárkróki sem á að geta þjónað mest öllum Skagafirði og verður því verki lokið í byrjun sumars.  Auk þess vinnur Gunnar Smári við hljóðvinnslu, hljóðupptökur, forritun, nýsköpun og rafeindasmíði. Kristín rekur ljósmyndastofuna KS Art og býður upp á stúdíó, frétta- og listrænar myndir af öllum toga. Bæði hafa þau fengist við fréttaskrif og var Gunnar Smári um tíma vefstjóri Sigló.is

Vefurinn þjónar fyrst og fremst hlustunarsvæði FM Trölla, og með tilkomu sendis í Skagafirði mun vefurinn leggja aukna áherslu á málefni Skagfirðinga.

Trölli.is þakkar lesendum og auglýsendum fyrir samstarfið þetta fyrsta ár, og vonast til að saman gerum við enn betur á því næsta.