Trölli.is fór í loftið 1. maí og er því fréttavefurinn hálfs árs um þessar mundir. Eigendur og forsvarsmenn Trölla.is eru þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgasson, eru þau búsett á Siglufirði.

Ákváðu þau í upphafi árs að bæta þá þjónustu sem verið hefur síðastliðin átta ár á Útvarpstöðinni FM Trölla og bæta við fréttavef undir heitinu Trölli.is, hafa lifandi og upplýsandi fréttir frá hlustendasvæði FM Trölla, sem er frá utanverðum Eyjafirði, Hrísey, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Hvammstanga og nágrenni. Einnig mun FM Trölli innan tíðar fara í loftið á Sauðárkróki og nágrenni.

Móttökur vefsins hafa farið fram úr björtustu vonum forsvarsmanna Trölla.is og hafa flettingar á vefnum þessa 6 mánuði verið alls 299.170.

Trölli.is ætlar áfram að bjóða lesendum sínum upp á líflega síðu þar sem blandast saman almennar fréttir af öllu tagi, mannlífið, fróðleikur og léttara hjal. Vonumst við til að lesendur sendi okkur fréttatengt efni og ábendingar um áhugaverða atburði sem eru í nærumhverfi þeirra, hægt er að senda okkur fréttaábendingar á trolli@trolli.is eða á fréttavefnum: Hafa samband

 

 

Frétt og mynd: Kristín Sigurjónsdóttir