Listasmiðjan SKAFL 2018 hefur verið haldin þessa vikuna í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í annað sinn með þátttöku listamanna með ólíkan bakgrunn í listum.

Fólk kom saman víða að og vann í frjálsu flæði í nokkra daga. Smiðjan var hugsuð sem tilraunasmiðja og urðu því ekki endilega til fullmótuð verk eða hugmyndir á vinnutímanum. Mikilvægast var samtalið og samvera listamannanna og samskipti við bæjarbúa.

Gestgjafinn, Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir

Þátttakendur í smiðjunni eru þau, Örlygur Kristfinnsson Siglufjörður, Jan Voss Amsterdam Holland, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Siglufjörður, Arna Guðný Valsdóttir Akureyri, Aðalsteinn Þórsson Akureyri, Áslaug Thorlacius Reykjavík, Unnur Malin Sigurðardóttir Biskupstungum, Hrafnkell Sigurðsson. Rvk, Þorgerður Ólafsdóttir Rvk, Brák Jónsdóttir Akureyri, Ástríður Jónsdóttir Rvk, Páll Haukur Björnsson Rvk og Zhenna Milo USA.

.

Í dag laugardaginn 3. nóv. kl. 15.00 – 18.00 verður kannski uppákoma eða sýning í sýningarsal Seguls 67 á Siglufirði.

Sjá nánar um viðburðinn Hér: SKAFT 2018- Kannski uppákoma eða sýning

.

 

.

 

.