Vatnsstaða Miklavatns í Fljótum er býsna há þessa dagana vegna vatnavaxta, auk þess sem fyrirstaða virðist vera á ósavæði Miklavatns. Tún og engjar eru víða komin á kaf en vatnshæðin hefur sjaldan verið jafn há og hún er þessa dagana segir Fljótamaðurinn Halldór Gunnar Hálfdansson

Halldór Gunnar var á ferðinni í vikunni og tók þessar mögnuðu myndir af Miklavatni og sýna þær glögglega vatnshæð Miklavatns.

Fréttaritari vill einnig benda á frétt sem Trölli.is birti árið 2018, í henni eru gamlar myndir frá Fljótum og Miklavatni.

Er Miklavatn í Fljótum að hverfa ?

Miklavatn er 7,4 km² stöðuvatn í Fljótum í Skagafirði og er annað stærsta stöðuvatn héraðsins. Grandinn Hraunamöl skilur það frá sjó en frárennsli úr vatninu er um Hraunaós. Vatnið er gamall fjörður en grandinn hefur svo hlaðist upp og lokað honum.

Í vatninu er mikil silungsveiði en þar sem sjór gengur oft inn í vatnið og það er saltara á botninum veiðast þar einnig ýmsir sjávarfiskar. Í Miklavatn rennur Fljótaá úr Stífluvatni en einnig renna í það smærri ár og lækir.

Snemma á 20. öld var til umræðu að grafa skipgengan skurð í gegnum Hraunamöl og gera hafskipahöfn í Miklavatni en ekkert varð úr þeim áformum. Á 5. áratug aldarinnar höfðu sjóflugvélar sem stunduðu síldarleitarflug bækistöð á Miklavatni á sumrin.

Miklavatn í Júlí 2024

Flóð í Fljótum
Fögur eru Fljótin

Heimildir/Halldór Gunnar Hálfdansson og Wikipedia
Myndir/Halldór Gunnar Hálfdansson