• 1 blómkálshaus
  • 1 lítill laukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 grænmetisteningur
  • 3 dl vatn
  • 3 dl rjómi
  • 2 dl sýrður rjómi
  • salt og pipar
  • beikon

Skolið og skerið blómkálið í bita. Afhýðið og fínhakkið lauk og hvítlauk. Hitið ólívuolíu við miðlungshita í rúmgóðum potti og steikið lauk og hvítlauk þar til laukurinn er orðinn mjúkur og glær. Hellið vatni, rjóma, sýrðum rjóma, grænmetisteningi og blómkáli í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið sjóða þar til blómkálið er orðið mjúkt. Maukið súpuna með töfrasprota þar til hún er slétt (má sleppa). Smakkið til með salti og pipar.

Skerið beikonið í bita og steikið þar til það er stökkt. Berið beikonið fram með súpunni.  

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit