Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar verður lokuð í dag, miðvikudaginn 12. maí frá kl. 13.00 vegna námskeiðs starfsmanna.

Vinsamlegast beinið erindum ykkar á fjallabyggd@fjallabyggd.is. Einnig er minnt á þá þjónustu sem í boði er í Rafrænni Fjallabyggð. Póstkassi er staðsettur í anddyri Ráðhússins ef fólk þarf að koma inn bréfi.

Skrifstofan verður svo aftur opin föstudaginn 14. maí kl. 8:30 og skiptiborð frá kl. 8:00-14:00.

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda.