Mikilvægt er að barnshafandi konur kynni sér upplýsingar um covid-19 bólusetningu áður en þær þiggja bólusetningu.

Margt er enn óljóst hvað varðar hegðun, smit og sýkingaáhrif Covid-19.

Barnshafandi konur hafa sömu líkur á að smitast af Coronaveirunni sem veldur Covid –19 og jafnöldrur sem ekki eru barnshafandi.
Barnshafandi konur eru á þeim aldri sem veikist síður alvarlega en þeir sem eldri eru.

Nú er talið að barnshafandi kona sem fær Covid –19 sé líklegri til að þurfa gjörgæslumeðferð, sérstaklega ef hún hefur
aðra sjúkdóma.

Veiran leiðir ekki til fósturláta svo vitað sé eða smitar fóstur á meðgöngu.

Ýmsar gagnlegar upplýsingar má finna hér:

Landlæknir

Þróunarmiðstöð

Mynd: Crystal Cox/Insider