Frábært tækifæri í ferðaþjónustu á Norðurlandi
Til sölu er rekstur á vinsælu ferðaþjónustufyrirtæki í Ólafsfirði, þar sem einstök náttúrufegurð og fjölbreyttir útivistarmöguleikar standa til boða allan ársins hring.
Brimnes Hótel ehf. rekur gisti- og afþreyingarstarfsemi undir merkjum Brimnes Bústaðir og The Northern Comfort Inn. Alls eru þetta 19 útleigueiningar með gistirými fyrir 66 gesti.
Gistiheimili – Bylgjubyggð 2
Heildarstærð hússins er 594,7 m². Það er staðsett miðsvæðis í Ólafsfirði, í nálægð við alla helstu þjónustu og náttúruperlur. Í húsinu eru 11 tveggja manna herbergi. Aðstaða fyrir gesti er góð, með rúmgóðu og vel útbúnu eldhúsi, veitingaaðstöðu og setustofu með sjónvarpi og pool-borði.
Sumarbústaðir – Hornbrekkubót 1–8
Um er að ræða samtals átta sumarhús. Fjórir litlir bústaðir snúa að lóninu og rúma 2–4 gesti. Tveir miðlungsstórir bústaðir eru með útsýni yfir lónið og rúma 7 gesti hvor. Þá eru tveir stærri bústaðir með útsýni yfir Ólafsfjarðarvatn, einnig með gistirými fyrir 7 gesti. Við hvern bústað er heitur pottur.
Útivistarmöguleikar í Ólafsfirði og nágrenni
Í Ólafsfirði eru fjölmargar gönguleiðir og Ólafsfjarðarvatn býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Tröllaskaginn er orðinn eitt vinsælasta skíðasvæði landsins, bæði fyrir svig- og gönguskíði. Einnig hefur brimbrettaiðkun notið vaxandi vinsælda í Ólafsfirði.
Einnig er Siglunes Guesthouse á Siglufirði og mikið af öðrum eignum til sölu í Fjallabyggð.
Gestaumsagnir Booking fyrir Hotel Siglunes – Siglufirði
Sjötíu eignir til sölu á Siglufirði
Mynd/Pálsson fasteignasala