UÍF kveður árið með myndasyrpu og áramótakveðju

Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar, UÍF, gerir upp nýliðið ár með vandaðri áramótakveðju og myndasyrpu á Facebook-síðu sinni þar sem dregið er fram það mikla starf sem hefur verið unnið innan íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar í Fjallabyggð.

Í pistlinum er fylgjendum síðunnar óskað gleðilegs nýs árs og þakkað fyrir stuðninginn á liðnum árum. Þar kemur fram að á árinu hafi um 120 fréttir verið birtar af starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga á svæðinu, auk fjölda frétta sem deilt var frá síðum einstakra aðildarfélaga. Markmið síðunnar er skýrt. Að vekja athygli á því góða og öfluga starfi sem fram fer innan íþróttahreyfingarinnar í Fjallabyggð, enda hafa margar fréttanna ratað áfram í aðra fjölmiðla sem er fagnaðarefni.

Sérstaklega er minnst á stærsta viðburð ársins sem sambandið stóð fyrir, Landsmót UMFÍ 50+, sem fékk verðskuldaða athygli. Þar er lögð áhersla á að mótið hafi verið íþróttahreyfingunni í Fjallabyggð og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komu að framkvæmdinni til mikils sóma.

Í lok pistilsins er bent á að fylgjendur síðunnar séu nú að nálgast 500 talsins og er lesendum hvatt til að halda áfram að deila efni síðunnar svo boðskapurinn nái til enn fleiri. Meðfylgjandi myndasyrpa frá íþróttaárinu í Fjallabyggð gefur innsýn í þá orku og það líf sem ríkir í kringum 14 aðildarfélög UÍF, þó einungis sé um örlitla innsýn að ræða í þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram.

Myndir: Af Facebook-síðu Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, UÍF.