Hestamannafélagið Glæsir hefur lokið sumarnámskeiðum sínum þetta árið.

Um 50 börn sóttu námskeiðin, bæði nýir þátttakendur og þeir sem hafa áður tekið þátt.

Í tengslum við námskeiðin voru átta hross sótt í Skagafjörð og þakkar félagið eigendum þeirra fyrir stuðninginn.

Bryndís Hafþórsdóttir gegndi hlutverki leiðbeinanda í ár. Félagið þakkar henni og öllum sem komu að framkvæmd námskeiðanna fyrir þeirra framlag.

Undirbúningur fyrir næstu sumarnámskeið er hafinn.

Mynd/Hestamannafélagið Glæsir