Dansnámskeið sem stýrihópur um heilsueflandi samfélag auglýsti opið íbúum Fjallabyggðar fór vel af stað.

Um 50 manns mættu í fyrsta tímann.

Heyrst hafði af áhuga nágranna Fjallabyggðar í austri og voru Dalvíkingar boðnir velkomnir með.

Dansnámskeiðið verður næstu fimm sunnudagskvöld í Tjarnarborg kl. 20.00.

Lögð er áhersla á samkvæmisdansa og danskennari er Ingunn Hallgrímsdóttir.

Engin þörf er á skráningu og eru íbúar velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.

 

Frétt og mynd: af vef Fjallabyggðar