KF mætti Skallagrími á Ólafsfjarðarvelli í kvöld í 15. umferð Íslandsmótsins í 3. deild karla í blíðskaparveðri.

Á Fotbolti.net segir að Alexander Már Þorláksson skoraði þrennu þegar KF skoraði átta mörk gegn lánlausu Skallagríms-liði. Alexander Már er markahæsti leikmaður deildarinnar með 18 mörk í 15 leikjum. KF er í öðru sæti með 35 stig. Skallagrímur er á botninum með sex stig.

KF og Kórdrengir eru í góðum málum. KF er með sex stiga forystu á KV sem komst aftur á sigurbraut í kvöld eftir að hafa farið í gegnum fimm leiki í röð án sigurs. KV vann dramatískan sigur á Álftanesi sem er í sjöunda sæti.

 

Forsíðumynd: Guðný Ágústsdóttir
Skjáskot: úrslit.net