UMFÍ tók á móti fyrstu nemendahópunum í Skólabúðunum að Reykjum síðastliðinn mánudag. Í tilefni þess fóru sviðsstjóri fjármála- og stjónsýslusviðs og sviðsstjóri fjölskyldusviðs að Reykjum og hittu forsvarsmenn UMFÍ. UMFÍ voru færðar hamingjuóskir og hvatning vegna starfsins sem framundan er. Sigurður Guðmundsson forstöðumaður skólabúða UMFÍ tók við blómvendi og kveðjum.

Aðeins örfáar vikur eru síðan skrifað var undir samning um að UMFÍ taki við rekstri Skólabúðanna á Reykjum. Allt var sett á fullt og hafa UMFÍ og starfsmenn á vegum Húnaþings vestra staðið í ströngu síðustu vikur við umtalsverðar umbætur á húsnæðinu á Reykjum. Búið er að mála allt, skipta út nær öllu innbúi og húsgögnum sem og ráða í allar stöður.

Reykir iðuðu af lífi og bros var á hverju andliti. Nánar má lesa um það hér á heimasíðu UMFÍ.

Myndir/UMFÍ