Kiwanisklúbburinn Skjöldur bauð eldri borgurum í Fjallabyggð til grillveislu í gær kl. 12:30.

Veislan átti að vera í skógræktinni á Siglufirði, en vegna mikillar flugu þar var hún færð í Kiwanishúsið við Aðalgötu á Siglufirði.

Þangað mætti fjöldi manns, þar var setið bæði úti og inni og nutu gestir góðra veitinga.

Meðfylgjandi myndir tók Sveinn Snævar Þorsteinsson.