Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra voru veittar við hátíðlega athöfn á Sjávarborg, þriðjudaginn 21. október 2025.
Þar voru saman komin viðurkenningahafar, nefnd um umhverfisviðurkenningar, sveitarstjóri, umhverfisfulltrúi og fulltrúar sveitarstjórnar.
Í ár fengu eigendur eftirfarandi húsa viðurkenningu.
Riishús
Félag áhugamanna um endurbyggingu Riishúss hlýtur viðurkenningu fyrir einstakt framlag sitt til viðhalds og endurbyggingar hins sögufræga Riishúss á Borðeyri. Með vinnu sinni og natni hafa félagsmenn fært húsið til fyrri vegs og virðingar. Um leið hafa þeir fegrað ásýnd Borðeyrar og gert merkilegri sögu staðarins hátt undir höfði.
Mánagata 4
Magnús Vignir Eðvaldsson og Ellen Mörk Björnsdóttir fá viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð við íbúðarhús. Lóðin er ávallt vel hirt og ber natni og virðingu eigenda fyrir umhverfi sínu gott vitni. Skraut á lóðinni vitnar til fyrri tíma landbúnaðarsamfélagsins og gefur götumyndinni fallegan svip.
Teigagrund 1
Einþór Skúlason og Ólína Ágústa Sófusdóttir fá viðurkenningu fyrir fallegt umhverfi og vel hirta lóð við nýlegt íbúðarhús. Lóðin er látlaus en afar snyrtileg og ber eigendum gott vitni um smekkvísi og virðingu fyrir umhverfi sínu. Frágangur lóðar var nánast unnin samhliða byggingu hússins sem er til fyrirmyndar.
Forsíðumynd/Húnaþing vestra

