Landhelgisgæsla Íslands leitar að sveigjanlegum, skipulögðum og drífandi einstaklingi til að sinna stöðu umsjónaraðila auk annarra tilfallandi verkefna á siglingasviði. Um er að ræða umsjón með því varðskipi Landhelgisgæslunnar sem gert er út frá Siglufirði, gerð og umsjón handbóka og þjálfunaráætlana fyrir siglingasvið og önnur tilfallandi verkefni sem snúa að rekstri varðskipa Landhelgisgæslunnar.
Töluverður hluti starfsins fer fram á Siglufirði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón og eftirlit með varðskipum stofnunarinnar þegar þau eru í höfn á Siglufirði
  • Þátttaka í gerð og eftirlit með handbókum og verklagsreglum siglingasviðs
  • Þátttaka í gerð gæðaferla siglingasviðs, t.d. á sviði þjálfunar og umhverfismála
  • Samskipti við áhafnir og aðkoma að ráðningum
  • Samskipti við verktaka og birgja vegna varðskipa
  • Verkefni er varða rekstur skipa stofnunarinnar
  • Vegna eðlis verkefna þegar varðskip eru við bryggju getur viðkomandi þurft að sinna bakvöktum og vera til taks utan hefðbundins vinnutíma 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á siglingum og skipum kostur
  • Þekking og reynsla í gerð verkferla kostur
  • Sveigjanleiki og áhugi á að tileinka sér nýja færni
  • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar skilyrði
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvufærni
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skulu starfsmenn uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012. 

Um Landhelgisgæsluna:
Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu.

Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi – Þjónusta – Fagmennska.

Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is.

Umsóknarfrestur er til og með 28. mars. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar veita:
Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og
Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.