Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 30. maí að heimila T.ark arkitektum f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. að vinna breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar með það að markmiði að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem mun m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu.
Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar 29. október og kynnt á opnum íbúafundi þann 6. nóv. sl. Athugasemdafrestur er frá og með 13. nóvember 2024 til og með 2. janúar 2025.
Alls bárust skipulagsgátt 32 umsagnir vegna fyrirhugaðrar Samkaupsbyggingar og mun Trölli.is birta allar innsendar umsagnir næstu vikurnar.
Sjá fyrri umsagnir: HÉR
Tuttugasta og önnur umsögn birt 01.01.2025
Jón Aðalsteinn Hinriksson
Gaman þætti mér að vita hver raunveruleg ástæða væri fyrir því að bæjaryfirvöld samþykkja þessa umsókn sem margir hverjir telja skipulagsslys og óafturkræft. Eftir að hafa farið yfir í huganum yfir staðir sem virðast vera lausir fyrir versluna,r- og þjónusturými hlýtur að vera til fleiri svæði sem kæmu til greina og henta betur. Ég held að þegar að upp er staðið að það verði bæði þröng um bílastæði fyrir versluina og veitingastaðir þarna í kring.
Forsíðumynd/úr myndasafni Trölla.is
.