Gísli Rúnar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun bjóða foreldrum og forráðamönnum í Dalvíkurbyggð upp á aðstoð með Sportabler í dag, þriðjudaginn 17. janúar frá kl. 16:15-18:00 í Menningarhúsinu Bergi.

Hægt verður að fá aðstoð við uppsetningu á appinu eða bara hvernig á að greiða fyrir æfingar (eða bara allt sem tengist því að nota og greiða með Sportabler)