Matvælastofnun varar við neyslu á einni lotu af Tostitos salsasósu vegna glerbrots sem fannst í einni krukku. Aðföng sem flytur inn vöruna hefur innkallað lotuna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

Vörumerki: Tostitos
Vöruheiti: Chunky Salsa, Medium
Strikanúmer: 028400055987
Best fyrir: 10. apríl 2019
Lotunúmer: 2331100TB11:46
Nettómagn: 439,4 g.
Framleitt fyrir: Frito-Lay, Inc. í Bandaríkjunum.
Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík.
Dreifing: Verslanir Bónus, Hagkaupa og Super1 um land allt.

 

Myndir: af netinu