Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 30. maí að heimila T.ark arkitektum f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. að vinna breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar með það að markmiði að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem mun m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu.
Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar 29. október og kynnt á opnum íbúafundi þann 6. nóv. sl. Athugasemdafrestur er frá og með 13.nóvember 2024 til og með 2.janúar 2025.
Alls bárust skipulagsgátt 32 umsagnir vegna fyrirhugaðrar Samkaupsbyggingar og mun Trölli.is birta allar innsendar umsagnir næstu vikurnar.
Fjórða umsögn birt 28.11.2024
Sverrir Páll Erlendsson
Að mínum dómi er það eyðilegging á miðbæjarmyndinni að byggja þetta stóra verslunarhús eins og áætlað er og slíta þannig tengslin og augnsambandið milli Torgsins og Bátadokkarinnar. Auk þess er byggingarstíllinn á módelinu í hróplegu ósamræmi við þau hús sem næst standa og hafa verið endurgerð og nýsmíðuð í anda þeirra húsa sem þarna hafa staðið. Miklu nær væri að hafa verslunarhúsið á milli Tungötu og Lækjargötu, þar sem meðal annars var Blöndalshús, eða nýta Bíóhúsið, ef það er heilt, ellegar nota þá lóð undir verslun.
Forsíðumynd/úr myndasafni Trölla.is