Allt gekk vel fyrstu vikuna í fjarnámi hjá Menntaskólanum á Tröllaskaga.

Nemendur eru duglegir að mæta í tíma samkvæmt stundaskrá á netinu.

Starfsfólk MTR tekur aftur stöðuna eftir helgi og eru allar ábendingar vel þegnar.

Sigurður Mar Halldórsson sem kennir listljósmyndun og frumkvöðlafræði við skólann tók upp gott myndband sem hann kallar„Undarlegir tímar“ með skilaboðum til sinna nemenda sem allir í skólanum gera að sínu.


Mynd: Lára Stefánsdóttir