Fréttamaður Trölla átti leið um Dalvík í gær og tók þessar myndir.

Ljóst er að undirbúningur Fiskidagsins mikla er á lokastigi og mikil eftirvænting farin að gera vart við sig. Mikill fjöldi fólks kominn á tjaldstæði víðsvegar um bæinn.

FM Trölli verður útvarpsstöð Fiskidagsins og hafa verið sett upp skilti til að minna á það.

Góða skemmtun á Fiskidaginn mikla.

 

Byrjað er að setja upp stóra sviðið

 

Byrjað er að koma sér fyrir á tjaldsvæðunum

 

Góða skipulagningu þarf til að halda Fiskidaginn mikla og kunna menn þar vel til verka