Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar undirbýr nú ljósmyndasýningu á nokkuð óvenjulegum stað. Sýningin verður sömu helgi og Þjóðlagahátíð og Norræn strandmenningarhátið verða á Siglufirði, nú í byrjun júlí.
Sýningarstaðurinn er Sauðanesviti, sem er rétt vestan við Strákagöng.
Fréttamaður Trölla var á staðnum og tók myndir þegar nokkrir félagar í ljósmyndaklúbbnum voru að undirbúa sýninguna, og hengja upp fyrstu myndirnar.
Við munum fjalla betur um sýninguna þegar nær dregur, en hér koma myndir frá undirbúnings-vinnunni, látum myndirnar tala sínu máli.

Það þarf að hafa sýningarsalinn þokkalega þrifalegan, Björn Valdimars og Siggi Bald þrífa hér gólf af mikilli fimi.

Er þetta ekki orðið gott bara ?

Vantar ykkur ekki tröppu ? Hannibal Jónsson, einn Sauðanes bænda kemur færandi hendi.

Ætli sé hægt að festa í eitthvað þarna uppi?

Lagt á ráðin með framkvæmdina – eða ætli sé bara verið að ræða um neftóbak?

Björn Valdimars með hamarinn.

Siggi Bald og Svenni Þorsteins að útbúa festingar.

Þessi sér um neftóbakið og fylgist með að allt fari siðsamlega fram.

Það er þrælsniðugt að hengja í þetta rör hérna.

Er þetta nokkuð of hátt ?

Allt að gerast. ( eru allir gráhærðir í þessum ljósmyndaklúbbi? )

Hallast þetta nokkuð mikið svona? – Gunnar Smári hjálpaði líka smá.

Sýningarsvæðið er mjög óvenjulegt og skemmtilegt.

Óli Stellu og Dóra Sallý komu líka, en gerðu voða lítið.

Óli, Dóra Sallý og Björn L Valdimars – með mynd eftir Dóru Sallý.

Svenni að stilla af.

Þetta smá potast.

Siggi Bald að útbúa festingar.
Eins og áður segir mun Trölli.is kynna sýninguna þegar nær dregur, fylgist með !
Trölli.is