Þátturinn Undralandið sem er á dagskrá FM Trölla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á milli 13:00-16:00 verður ekki á dagskrá um óákveðinn tíma.

Andri Hrannar Einarsson landsstjóri Undralandsins hefur ákveðið að taka sér vetrarfrí og njóta lífsins á Kanarí.

Hann kemur aftur hress og endurnærður áður en langt um líður, hlustendum FM Trölla til mikillar ánægju.