Primex Iceland sem staðsett er í vinabænum Siglufirði verður með kynningu á ChitoCare Beauty, náttúrulegu íslensku húðvörunum sem unnin eru úr hráefni úr hafinu við Íslandsstrendur í Kistu í dag. Sjá nánar: Hér

Gæði vörunnar hefur vakið mikla athygli, falleg gjöf í fallegum umbúðum.

SÉRSTAKT KYNNINGARVERÐ Í DAG – AÐEINS Í DAG !

Komið og prófið áhrif undur hafsins á húðina!

Body Lotion frá ChitoCare Beauty er frábær leið til að mýkja húðina eftir sturtu eða til að fríska sig við eftir langan dag. Það er hlaðið náttúrulegum, mýkjandi og rakagefandi innihaldsefnum sem gera húðina mjúka, slétta og geislandi. Kítósan sem er náttúrulegt undur úr hafinu ver húðina, dregur úr roða og pirringi og gefur húðinni silkimjúka áferð.

Body Scrub frá ChitoCare Beauty er hlaðið náttúrulegum innihaldsefnum sem mýkja og hreinsa húðina. Með kaffiögnum sem eru ríkar af andoxunarefnum örvar Body Scrub háræðar, hreinsar burt dauðar húðfrumur og vinnur gegn appelsínuhúð. Body Scrub er viðurkennt fyrir allar húðgerðir, einnig viðkævma húð.

Þessar vörur eru frábær húðdúett sem leikur við húðina, frískar og bætir!