Í gær sunnudaginn 26. ágúst fór stjórnarfólk Umf. Glóa og nokkur “viðhengi” þeirra í fjöruhreinsun í Siglufirði. Hreinsuð var fjaran “út í Bakka” og Hvanneyrarkrókurinn. Þar var þó nokkuð af rusli, mest plast, járn og netadræsur.

.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félagsmenn í Glóa huga að umhverfismálum því áður hefur verið farið í svipaðar hreinsunarferðir og svo er félagið með reit í Skógrækt Siglufjarðar þar sem það hefur plantað um 1.000 plöntum.
Er að vísu langt síðan síðast en plönturnar hafa dafnað vel og veita nú m.a. golfurum sem spila á nýja golfvellinum skjól fyrir norðanáttinni þegar þeir leika holu 5.

.
Myndirnar úr skógræktinni hér að neðan eru síðan 2013.
Hyggst félagið gera meira af slíku í framtíðinni því öll þurfum við jú að skila okkar í þessum málum. Svo er útiveran svo bráðholl og samveran góð.

.

.

.
Frétt: Umf. Glói
Myndir: Kristín Anna Guðmundsdóttir/Þórarinn Hannesson