Þann 13. desember voru nákvæmlega tveir mánuðir síðan að eldur kviknaði í verksmiðju Primex.
Það var svo ljóst seint sama kvöld að tjónið væri mikið og að framleiðslan mundi stöðvast í mánuði.
Það var strax ákveðið að fara í leiðangur uppbyggingar sem hefur gengið vonum framar, þökk sé okkar frábæra starfsfólki sem frá fyrsta degi tók fullan þátt í að hreinsa, græja og gera það sem til þurfti segir Sigríður Vigfúsdóttir í færslu á facebook.
Við fengum einnig til liðs við okkur frábæra iðnaðarmenn og aðra verkmenn sem hafa heldur betur látið hendur standa fram úr ermum. Þannig að í dag er staðan svona að þaksperrur og einingar á suðurhlið eru nánast klárar og er stefnan að loka húsinu á næstu dögum.




