Fimmtudaginn 13. febrúar s.l. blés SSNV til veislu í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Tilefnið var veiting styrkja úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. Alls voru 75 styrkir veittir til 60 aðila og námu styrkirnir alls 65.000.000 kr.

Menningarfélag Húnaþings vestra hlaut að þessu sinni styrk fyrir Söngvarakeppni Húnaþings vestra 2020 og rekstrarstyrk fyrir árið. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem félagið fær rekstrarstyrk, sem er einstaklega ánægjulegt enda hjálpar það til við geta bætt aðbúnað og annað sem styrkir rekstrarlegan grundvöll félagsins.
Menningarfélagið var ekki eini styrkhafinn í Húnaþingi vestra enda voru alls 17 aðilar sem fengu úthlutað styrkjum vegna 22ja verkefna.
Olga Lind Geirsdóttir | Lopalind spunaverksmiðja | 3.896.500 kr. |
Selasetur Íslands | Stofn- og rekstrarstyrkur 2020 | 2.200.000 kr. |
Ferðamálasamtök Norðurlands vestra | Markaðssókn Ferðamálasamtaka Nl. vestra | 1.815.000 kr. |
Kristólína ehf. | Spæjaraskólinn – vöruþróun og kynning | 1.300.000 kr. |
Selasetur Íslands | Markaðssókn Seal Travel | 1.237.500 kr. |
Handbendi Brúðuleikhús | Hvammstangi Internation Puppetry Festival | 900.000 kr. |
Handbendi Brúðuleikhús | Stofn- og rekstrarstyrkur | 900.000 kr. |
Unglist í Húnaþingi | Eldur í Húnaþingi 2020 | 700.000 kr. |
Selasetur Íslands | Modernization of the Icelandic Seal Museum | 600.000 kr. |
Húnaþing vestra | Fjölmenningarsamfélagið í Húnaþingi vestra | 550.000 kr. |
Ingibjörg Jónsdóttir | Popp- og rokkkór í Húnaþingi vestra | 400.000 kr. |
Karlakórinn Lóuþrælar | Vor- og jólatónleikar 2020 | 400.000 kr. |
Leikflokkur Húnaþings vestra | Páskasýning Leikflokks Húnaþings vestra | 400.000 kr. |
Ungmennasamband V-Hún. | Húni 41. árgangur | 400.000 kr. |
Verslunarminjasafnið Hvammstanga | Stofn- og rekstrarstyrkur 2020 | 400.000 kr. |
Félag eldri borgara Húnaþingi vestra | Vor – og jólatónleikar 2020 | 300.000 kr. |
Menningarfélag Húnaþings vestra | Söngvarakeppni Húnaþings vestra | 300.000 kr. |
Kristín Árnadóttir | Hátíðni 2020 | 250.000 kr. |
Skúli Einarsson | Jólatónleikar Jólahúna 2020 | 250.000 kr. |
Karlakórinn Lóuþrælar | Guðmundur í Neðra – upptökur | 200.000 kr. |
Menningarfélag Húnaþings vestra | Stofn- og rekstrarstyrkur 2020 | 200.000 kr. |
Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir | Útgáfa ljóðabókar | 150.000 kr. |
Heildarlista yfir styrkhafa er hægt að nálgast á vef SSNV, www.ssnv.is.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Valdimar Gunnlaugsson, varaformann Menningarfélags Húnaþings vestra, eftir að hafa veitt styrkjunum viðtöku.
Af vefsíðu Menningarfélags Húnaþings vestra.