Veðurspáin í dag fimmtudaginn 17. júní er norðlæg eða breytileg átt 3-8, skýjað og smáskúrir á víð og dreif (eins og sjá má á vefmyndavél á Trölli.is ) en rigning um tíma syðst. Hiti 4 til 11 stig yfir daginn, mildast SV-lands.

Veðurspá á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og sums staðar skúrir, einkum sunnantil. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn.

Á laugardag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og skúrir á víð og dreif. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar smáskúrir. Hiti 6 til 12 stig, mildast A-lands.

Á mánudag (sumarsólstöður) og þriðjudag:
Suðvestlæg átt og súld eða dálítil rigning, en þurrt og bjart með köflum á A-verðu landinu. Heldur hlýnandi.


Heimild/Veðurstofa Íslands
Forsíðumynd/skjáskot af vefmyndavél Trölla.is