Ungmennafélagið Glói á Siglufirði verður með hlaup fyrir börnin á þjóðhátíðardaginn líkt og undanfarin ár.

Það fer fram á malarvellinum kl. 11.00.

Hlaupið er fyrir börn fædd 2015 – 2010 og hlaupa tveir og tveir árgangar saman, þ.e. 2015 og 2014, 2013 og 2012 og síðan árgangar 2011 og 2010.

Veðurspáin gæti verið betri en vonandi að rætist úr því.

Á myndinni má sjá þátttakendur í hlaupinu 2020.

Mynd/ Umf Glói