Í gærkvöldi var útgáfuhóf á Ljóðasetrinu í tilefni af útgáfu sjöttu ljóðabókar Þórains Hannessonar sem nefnist “Listaverk í leiðinni”. Ljóðin eru samin á Tenerife og eru innblásin af ýmsum listaverkum sem bar fyrir augu höfundar á ferð hans þar síðastliðið sumar.

Boðið var upp á léttar veitingar, í föstu og fljótandi formi.

Höfundur las nokkur sýnishorn úr “kverinu” eins og hann kallar það.

Þórarinn er ættaður frá Bíldudal en hefur búið á Siglufirði um árabil.

Áður útkomnar ljóðabækur eftir Þórarinn eru:

Æskumyndir – 2006
Fleiri æskumyndir – 2009
Nýr dagur – 2012
Um jólin – 2013
A Small Collection of Poetry – 2016, en þar hefur hann snúið nokkrum verkum sínum yfir á enska tungu, sem hann les gjarnan fyrir erlenda ferðamenn sem hafa verið tíðir gestir í Ljóðasetrinu undanfarið.

Auk ljóðabóka hefur Þórarinn gefið út a.m.k. fimm geislaplötur.

 

Þórarinn Hannesson les úr verkinu “Listaverk í leiðinni”

 

Vel var mætt í teitið

 

Tóti lék og söng fyrir gesti

 

Hörður Ingi lék á hljómborð fyrir gesti

 

Hörður Ingi og Örlygur Kristfinnsson