Sú hefð hefur skapast undanfarin ár að FM Trölli flytur jólakveðjur frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum um jól og áramót.
Síðasti skiladagur á texta er 10. desember, sendist á netfangið trolli@trolli.is ásamt greiðsluupplýsingum.
Kveðjurnar eru lesnar upp tvisvar á klukkustund, um það bil 10-15 mín. yfir og 15-20 mín. fyrir heila tímann frá 21. desember. Koma þá nokkrar kveðjur í senn, allar kveðjur heyrast daglega á mismunandi tímum.
Allar kveðjurnar verða svo lesnar upp í heild sinni, með stöku jólalagi inn á milli, um kl. 13 á aðfangadag og nýársdag, og einnig á jóladag um kl. 11.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga og á Hvammstanga og nágrenni.
Hægt er að hlusta á kveðjurnar á FM Trölla út um allan heim með því að smella á “hlusta” efst á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is