31. ágúst er að vanda síðasti sumaropnunardagur Þjóðlagasetursins og þá um kvöldið verður haldin uppskeruhátíð á Brugghúsi Seguls 67.
Hjónin Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson frá Tjörn í Svarfaðardal flytja nokkra velvalda söngva. Eyjólfur Eyjólfsson leikur á langspil og meðlimir úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða, syngja tvísöngva og leiða fjöldasöng.
Kvöldstundin hefst klukkan 20:30 og verður bar brugghússins opinn þar sem gestir geta valið milli nokkurra siglfirskra bjórtegunda.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
Frétt: Sjá viðburð