N4 hefur verið að gera áhugaverða þætti um dægradvöl víða á Norðurlandi sem nefnast, Uppskrift af góðum degi.
Um þáttinn, sem sjá má hér að neðan, segir meðal annars um góðan dag í Hrísey.
“Það má vel dvelja lengi í Hrísey með náttúruna eina og sér sem afþreyingu. Hér er best að skilja allt áreiti eftir áður en maður stígur um borð í ferjuna og virkja í staðinn öll skilningarvitinn.
Blómlegt mannlíf, fjölskrúðugt fuglalíf, falleg hús, skemmtilegar gönguleiðir og stórfenglegt útsýni. Í Hrísey höfum við sannarlega næg innihaldsefni í uppskrift að góðum degi”.