Lögð fram kostnaðaráætlun vegna erindis hestamannafélagsins Gnýfara á 733. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, er varðar mögulegar lausnir á vanda sem upp hefur komið í miklum leysingum á svæðinu vestan við ós Ólafsfjarðarvatns.
Áætlaður kostnaður við að ráðast í úrbætur sem lagðar eru til í minnisblaði eru 4,4 millj.kr.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að láta framkvæma tillagðar úrbætur þegar snjóa leysir, einnig felur bæjarráð deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að gera tillögu að útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.