112. Íslandsglíman fór fram íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri, laugardaginn 15. apríl. Þrjár konur og sex karlar voru þar skráð til keppni.
Glíma þurfti til úrslita í keppninni um Grettisbeltið, elsta verðlaunagrips Íslands. Einar Eyþórsson og Hákon Gunnarsson voru jafnir að stigum og þurftu þeir að glíma til þrautar en glíman stóð yfir í hartnær 5 mínútur.
Systurnar Kristín Embla og Elín Eik Guðjónsdætur mættust en Elín var að keppa í fyrsta sinn á Íslandsglímunni. Kristín Embla sigraði í keppninni um Freyjumenið en er því Glímudrottning Íslands í þriðja sinn.
Úrslit úr Freyjuglímunni:
1. Kristín Embla Guðjónsdóttir, umf. Val Reyðarfirði. Glímudrottning Íslands 2023 (sigrar í 3ja sinn)
2. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir, GFD
3. Elín Eik Guðjónsdóttir, umf. Val Reyðarfirði (yngri systir Kristínar, keppti í fyrsta sinn)
Úrslit í keppni um Grettisbeltið:
1. Einar Eyþórsson, Mývetningi, Glímukóngur Íslands 2023 (sigraði í fyrsta sinn, keppti í 11 sinn)
2. Hákon Gunnarsson, umf. Val Reyðarfirði
3. Þórður Páll Ólafsson, umf. Val Reyðarfirði
Meðfylgjandi mynd er af sigurvegurunum