Nemendur og starfsfólk við Menntaskólann á Tröllaskaga láta umhverfismál sig varða og gera eins vel og þau geta í að minnka kolefnissporið með vistvænum ferðamáta, lágmarks matarsóun og flokkun á öllum úrgangi.

Stóri plokkdagurinn var haldinn á landsvísu síðasta sunnudaginn í apríl og því enginn í skólanum. Þriðjudaginn á eftir var hins vegar plokkdagur í skólanum og fengu þau nemendur frá Eistlandi og Lettlandi í lið með sér, en þau voru hér í námsferð.

Þennan sama dag héldu nemendur 7. bekkjar grunnskólans út að plokka en Vatnsendaskóli í Kópavogi hafði skorað á þau. Þennan dag var því mikið plokkað í Ólafsfirði og eftir daginn var kominn myndarlegur haugur af rusli eftir daginn.

Mynd/SMH